| | | Ísklifur 2 Fyrir þá sem vilja komast hærra!
Ísklifur 2 Fyrir þá sem vilja komast hærra!
Comment (0)

Ísklifur 2 Fyrir þá sem vilja komast hærra!

ISK$ 40,000 rent/day
Detail

ramhaldsnámskeið í ísklifri - Eitt kvöld í miðri viku og heill dagur í klifri.

Markmið:
Á framhaldsnámskeiði í ísklifri er markmiðið að kenna nemendum að leiða auðveldar ísklifurleiðir. Lögð er áhersla á að kenna notkun trygginga, uppsetningu akkera og aðferðir til að síga úr leiðum. Klifrið fer fram í frosnum fossum (water ice) nema aðstæður leyfi það ekki en þá er klifrað á jökli. Þetta er ekki byrjendanámskeið.

Kröfur:
Gerð er krafa um að þátttakendur hafi lokið námskeiðinu Ísklifur I eða búi að einhverri reynslu af ísklifri. Einnig telst það kostur að hafa farið á námskeið í kletta og/eða vetrarfjallamennsku.

Ath:
Þátttakendur skulu koma í viðeigandi útivistarklæðnaði og þurfa klifurbelti, læsta karabínu, tvær klifuraxir, hjálm og klifurmannbrodda. Allan búnað er þó hægt að leigja hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Leiðbeinandi áskilur sér rétt til að hafna notkun búnaðar í eigu þátttakenda ef hann uppfyllir ekki öryggiskröfur. Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er mælt með að þátttakendur mæti í stífum klifurskóm. Þá er einnig hægt að leigja. Útbúnaðarlista verður dreift til þátttakenda eftir skráningu.

Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 35.000 kr. Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið ivar@mountainguides.is

Contact Information
Contact person: mountainguides.is
Phone no.: +354 587 9999
E-Mail: info@mountainguides.is
Tags Information
Tags:
Share this post
Chat
Items by This Renter
You May Want to Rent...